Velkomin í bloggheima kæru vinir

Ég er ekki fjarri því en að ég hafi brotið endanlegan odd af oflæti mínu og látið vaða í það að skrifa eitthvað inná netheima. Þannig að hér kemur mín fyrsta ritun sem sjálfskipaður rithöfundur. Ég hef tekið þá ákvörðun að reyna eftir fremstu lögum að vera kærður fyrir að móðga einhvern og svo fá vini mína og aðra landsmenn til að safnast á bakvið mig og styrkja mig til að ég þurfi ekki að borga krónu í þeim málaferlum sem ég lendi í. Það er takmark mitt. En án þess að ég hafi nokkuð fram að færa með þessari fyrstu færslu, enda stofnað til hennar sökum þess að hollyoaks var það besta í sjónvarpinu og mig verulega vantaði eitthvað að gera, þá lýsi ég því yfir að ég elska konuna mína og óska ég henni innilega til hamingju með að vera komin í hóp þeirra sem fá minnstar tekjur en mesta ábyrgð á þessu fagra landi ísa.

Ástin mín, velkomin í kennarastéttina!!

Lifi byltingin og megi allir mótmæla því að Tíbet sé undir oki Kína, að frjálsar kosningar geti ekki fengið framgöngu í Zimbabwe og að mótmælendur fá ekki allir sömu meðferð í okkar fögru borg.

kveðja,

StotheK 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir það ástarpungur, þú ert náttlega bara snillingur sem ekki er hægt að toppa. Þú veist að ég treysti á að þú borgir utanlandsferðirnar og bensín á bílinn þar sem ég hef kannski bara rétt nógan pening til að fara einu sinni í búðina mánaðarlega

Semsagt fata og skóbúðina þarna við kringlumýrarbraut....... æi þú veist!!!

Eða annars var það ekki málið?????

Lilla þín (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Steinar Kristjánsson

Höfundur

Ólafur S.K. Þorvaldz
Ólafur S.K. Þorvaldz
Höfundur er listhneigður Reykvíkingur sem að lætur sér annt um allt það sem að ungu og öldnu fólki er mikilvægt í dagsins önn!!

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband