16.4.2008 | 21:08
Hvað gerir maður á svona síðum.
Er ekki enn búinn að fullátta mig á þessu. Hef stundum leitt hugann að þessu. Þessu nýja dóti í mínu lífi og ég veit ekkert hvernig ég á að leika mér að því. Mér finnst eitthvað svo skrítið að vera að æla öllum mínum skoðunum á netið fyrir alla til að lesa. Ég veit að vinir mínir eru með nóg af slíku, ég er mjög duglegur að æla mínum skoðunum á þá. Þannig að spurningin er má ég æla því á ykkur. Ykkur?? Hver eruð þið? Er einhver að lesa þetta?? Eða er ég að dæla einhverju út sem að engin les?? Ef svo er, til hvers í andskotanum er ég þá að þessu. Er ég að stækka mitt annars agætlega stóra egó?? Er ég að vonast eftir því að einhverjum finnist ég nógu merkilegur til að þeir hafi áhuga á því að lesa mínar skoðanir og verði svokallaðir bloggvinir mínir. Bloggvinir?? Verð ég mikilvægari í þessu samfélagi okkar?? Verð ég einn af þessum sem að allir vilja lesa?? Er ég nú kominn í keppnina, "mest lesni bloggarinn?" Og ef svo er birtist ég þá í mogganum og á mbl?? Þetta eru allt spurningar sem að gaman væri að fá einhverskonar svar við. Á ég nú að fara að blogga um einhverjar fréttir?? Er það leið til að verða lesinn meira.
Skil þetta ekki!! En maður þarf nú ekki að skilja allt. Því ætla ég að æla út einhverskonar hugleiðingum og skoðunum hér öðru hvoru. Þegar að ég man eftir því. Býst nú alveg við því að þegar tíminn líður, muni ég hætta að skrifa um hvað mér finnst hugmyndin blogg nýstárleg. Því hún er það ekki. Vona að enginn hafi móðgast af þessum skrifum mínum, en ef svo kynni vera. Endilega kærið mig þá, því þá get ég komist nær mínu fyrsta takmarki. Að fá fólk til að gefa mér pening fyrir lögfræðikostnaði!!
Lyfi byltingin!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 17:15
Velkomin í bloggheima kæru vinir
Ég er ekki fjarri því en að ég hafi brotið endanlegan odd af oflæti mínu og látið vaða í það að skrifa eitthvað inná netheima. Þannig að hér kemur mín fyrsta ritun sem sjálfskipaður rithöfundur. Ég hef tekið þá ákvörðun að reyna eftir fremstu lögum að vera kærður fyrir að móðga einhvern og svo fá vini mína og aðra landsmenn til að safnast á bakvið mig og styrkja mig til að ég þurfi ekki að borga krónu í þeim málaferlum sem ég lendi í. Það er takmark mitt. En án þess að ég hafi nokkuð fram að færa með þessari fyrstu færslu, enda stofnað til hennar sökum þess að hollyoaks var það besta í sjónvarpinu og mig verulega vantaði eitthvað að gera, þá lýsi ég því yfir að ég elska konuna mína og óska ég henni innilega til hamingju með að vera komin í hóp þeirra sem fá minnstar tekjur en mesta ábyrgð á þessu fagra landi ísa.
Ástin mín, velkomin í kennarastéttina!!
Lifi byltingin og megi allir mótmæla því að Tíbet sé undir oki Kína, að frjálsar kosningar geti ekki fengið framgöngu í Zimbabwe og að mótmælendur fá ekki allir sömu meðferð í okkar fögru borg.
kveðja,
StotheK
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ólafur Steinar Kristjánsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar