16.4.2008 | 21:08
Hvað gerir maður á svona síðum.
Er ekki enn búinn að fullátta mig á þessu. Hef stundum leitt hugann að þessu. Þessu nýja dóti í mínu lífi og ég veit ekkert hvernig ég á að leika mér að því. Mér finnst eitthvað svo skrítið að vera að æla öllum mínum skoðunum á netið fyrir alla til að lesa. Ég veit að vinir mínir eru með nóg af slíku, ég er mjög duglegur að æla mínum skoðunum á þá. Þannig að spurningin er má ég æla því á ykkur. Ykkur?? Hver eruð þið? Er einhver að lesa þetta?? Eða er ég að dæla einhverju út sem að engin les?? Ef svo er, til hvers í andskotanum er ég þá að þessu. Er ég að stækka mitt annars agætlega stóra egó?? Er ég að vonast eftir því að einhverjum finnist ég nógu merkilegur til að þeir hafi áhuga á því að lesa mínar skoðanir og verði svokallaðir bloggvinir mínir. Bloggvinir?? Verð ég mikilvægari í þessu samfélagi okkar?? Verð ég einn af þessum sem að allir vilja lesa?? Er ég nú kominn í keppnina, "mest lesni bloggarinn?" Og ef svo er birtist ég þá í mogganum og á mbl?? Þetta eru allt spurningar sem að gaman væri að fá einhverskonar svar við. Á ég nú að fara að blogga um einhverjar fréttir?? Er það leið til að verða lesinn meira.
Skil þetta ekki!! En maður þarf nú ekki að skilja allt. Því ætla ég að æla út einhverskonar hugleiðingum og skoðunum hér öðru hvoru. Þegar að ég man eftir því. Býst nú alveg við því að þegar tíminn líður, muni ég hætta að skrifa um hvað mér finnst hugmyndin blogg nýstárleg. Því hún er það ekki. Vona að enginn hafi móðgast af þessum skrifum mínum, en ef svo kynni vera. Endilega kærið mig þá, því þá get ég komist nær mínu fyrsta takmarki. Að fá fólk til að gefa mér pening fyrir lögfræðikostnaði!!
Lyfi byltingin!!
Um bloggið
Ólafur Steinar Kristjánsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gætir til dæmis sagt einhverjum frá þessari síðu, og svo er þetta náttlega frjálst þú þarft ekkert endilega að hafa blogg.....
Væri alveg til í að þú myndir kannski skrifa einhverjar sögur, þú ert svo sniðugur í því
Ragnhildur Rós (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.